Kaija Saariaho
Kaija Saariaho
FINNSKA tónskáldið Kaija Saariaho hreppti Nemmers-tónskáldaverðlaunin í ár, en þau voru veitt við Northwestern-háskólann í Illinois í Bandaríkjunum í fyrradag.
FINNSKA tónskáldið Kaija Saariaho hreppti Nemmers-tónskáldaverðlaunin í ár, en þau voru veitt við Northwestern-háskólann í Illinois í Bandaríkjunum í fyrradag. Þetta eru virt verðlaun og verðlaunaféð nemur andvirði sjö og hálfrar milljónar íslenskra króna. Að auki verður nýtt verk eftir hana flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chicago og tónskáldinu er boðin dvöl við háskólann í ár þar sem hún fær aðstöðu til að semja og sinna kennslu í einhverjum mæli. Kaija er eitt þekktasta tónskáld Finna í dag, en verk hennar hafa hljómað á tónleikum á Íslandi, m.a. hjá Caput og Adapter.