Sjávarútvegur Gengislækkunin í mars kom sjávarútvegi og öðrum útflutningsgreinum vel og útflutningur sjávarafurða var með mesta móti í mars.
Sjávarútvegur Gengislækkunin í mars kom sjávarútvegi og öðrum útflutningsgreinum vel og útflutningur sjávarafurða var með mesta móti í mars. — Morgunblaðið/Golli
ÚTFLUTNINGUR í marsmánuði nam um 31,2 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni, og innflutningur nam 36,4 milljörðum króna. Vöruskiptahallinn í mars var því 5,3 milljarðar króna.

ÚTFLUTNINGUR í marsmánuði nam um 31,2 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni, og innflutningur nam 36,4 milljörðum króna. Vöruskiptahallinn í mars var því 5,3 milljarðar króna. Vísbendingar eru um mikla aukningu á útflutningi á áli, miðað við tölur frá febrúar og janúar á þessu ári.

Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að verðmæti vöruinnflutnings hafi verið 14% meira en í febrúar. Þar hafi gengislækkunin mikil áhrif. Bent er á að vöruskiptahallinn minnki verulega síðan í febrúar, er hann nam 12,5 milljörðum króna. Útflutningur sjávarafurða hafi verið með mesta móti í mars og ljóst að gengislækkun krónunnar muni reynast mikil búbót fyrir sjávarútveginn sem og aðrar útflutningsgreinar.

„Þá er útflutningur áls loks að taka við sér, Aukningin í mars er rúmlega 60% meiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í vefritinu og bent á að útflutningur frá Fjarðaáli eigi eftir að aukast á næstunni með meiri framleiðslugetu.