Guðmundur Lúðvíksson blæs í poka.
Guðmundur Lúðvíksson blæs í poka.
GUÐMUNDUR R. Lúðvíksson opnar sýninguna Hreppsómagi og vindhanar á Café Karólínu á Akureyri í dag. Guðmundur lagði af stað frá Njarðvíkum kl. fimm í morgun og hélt til Akureyrar.
GUÐMUNDUR R. Lúðvíksson opnar sýninguna Hreppsómagi og vindhanar á Café Karólínu á Akureyri í dag. Guðmundur lagði af stað frá Njarðvíkum kl. fimm í morgun og hélt til Akureyrar. Hann núllstillti kílómetramæli bílsins í upphafi ferðar og við hver hreppamörk á leiðinni til Akureyrar blæs hann, eða blés, lofti í poka og lokaði fyrir. Hver poki er síðan merktur með fjölda km sem eftir eru að áfangastað, 0 km-pokinn þeirra stærstur. Ljósmyndir eru teknar af gjörningnum en einnig verða þrjú verk sýnd sem unnin voru með girni og eru þrívíð.