Guðmundur Ragnarsson
Guðmundur Ragnarsson
GUÐMUNDUR Ragnarsson var kjörinn nýr formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, á aðalfundi félagsins í gær. Helgi Laxdal og Örn Friðriksson létu af forystustörfum eftir samanlagt áratuga formennsku í sínum félögum. Um 4 þúsund félagsmenn eru í...

GUÐMUNDUR Ragnarsson var kjörinn nýr formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, á aðalfundi félagsins í gær. Helgi Laxdal og Örn Friðriksson létu af forystustörfum eftir samanlagt áratuga formennsku í sínum félögum. Um 4 þúsund félagsmenn eru í VM.

Að sögn Guðmundar Ragnarssonar verða kjaramál meðal helstu mála sem nýr formaður mun setja á oddinn.

„En þar að auki þarf félag eins og okkar að vera meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Allar pólitískar ákvarðanir eru farnar að hafa það þung áhrif á kjör almennings að þær eru farnar að stýra hlutunum miklu meira en prósentuhækkanir á fjögurra ára fresti. Það er því mín skoðun að það þurfi að láta heyra meira í sér og hafa skoðanir á þessum hlutum.“