Stopp! Wood búinn að fá nóg í bili af félögum sínum í Stones.
Stopp! Wood búinn að fá nóg í bili af félögum sínum í Stones. — Reuters
RONNIE Wood, gítarleikari Rolling Stones, vill taka sér hvíld frá hljómsveitinni og hóa í meðlimi Faces, gömlu hljómsveitarinnar sem hann var í áður. Meðlimir Faces, m.a. Rod Stewart, segjast spenntir fyrir endurfundum ef þeir finna tíma til þess.

RONNIE Wood, gítarleikari Rolling Stones, vill taka sér hvíld frá hljómsveitinni og hóa í meðlimi Faces, gömlu hljómsveitarinnar sem hann var í áður.

Meðlimir Faces, m.a. Rod Stewart, segjast spenntir fyrir endurfundum ef þeir finna tíma til þess. „Ég heyrði sögusagnir um endurfundi hjá okkur. Verst að sólarhringurinn er ekki nógu langur. En við myndum svo sannarlega stökkva á þetta ef tækifæri gæfist,“ sagði Wood.

Trommari sveitarinnar, Kenney Jones, sagði á síðasta ári að möguleiki væri á endurfundum. Hann hitti Rod Stewart sem lýsti yfir miklum áhuga á því að gera endurfundina að veruleika.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1969 og gaf út fjórar plötur áður en Wood gekk til liðs við The Rolling Stones árið 1975.