*125 ml vatn *1 tsk. hunang eða sykur *2 tsk. ger *2 msk. hrein jógúrt *um 250 g hveiti, helst brauðhveiti *½ tsk salt *olía Hrærðu hunang eða sykur saman við vatnið og stráðu gerinu yfir. Láttu standa þar til gerið er aðeins farið að freyða.
*125 ml vatn

*1 tsk. hunang eða sykur

*2 tsk. ger

*2 msk. hrein jógúrt

*um 250 g hveiti, helst brauðhveiti

*½ tsk salt

*olía

Hrærðu hunang eða sykur saman við vatnið og stráðu gerinu yfir. Láttu standa þar til gerið er aðeins farið að freyða. Blandaðu þá jógúrt, salti og mestöllu hveitinu saman við og bættu við hveiti þar til deigið er fremur lint og meðfærilegt, án þess að það klessist við hendurnar. Hnoðaðu það mjög vel, þar til það er slétt, mjúkt og teygjanlegt. Settu það svo í skál, breiddu plastfilmu eða viskastykki yfir og láttu það lyfta sér á fremur hlýjum stað í ½-1 klst., eða þar til það hefur tvöfaldast. Hitaðu nú grillið eins og hægt er. Notaðu lausa grind eða plötu, klædda með nokkrum lögum af álpappír eða leggðu nokkur álpappírslög beint á grillgrindina sjálfa. Skiptu deiginu í tvennt og flettu hvorn hluta um sig út í aflangt flatbrauð, 20-25 cm á lengd. Pikkaðu brauðið vel með gaffli eða prjóni og penslaðu báðar hliðarnar með olíu. Settu það á grindina og grillaðu í 2½-3 mínútur á hvorri hlið við eins háan hita og þú getur náð. Fylgstu með því en mundu að það á að brenna svolítið.