Haraldur Stefánsson
Haraldur Stefánsson
HARALDUR Stefánsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvallar, varð þess heiðurs aðnjótandi að vera færður til sætis í frægðarhöll slökkviliðsmanna; „The Navy Fire and Emergency Service Hall of Fame“.
HARALDUR Stefánsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvallar, varð þess heiðurs aðnjótandi að vera færður til sætis í frægðarhöll slökkviliðsmanna; „The Navy Fire and Emergency Service Hall of Fame“. Slökkvistjórum sem getið hafa sér einstakan orðstír er veittur þessi heiður til að standa vörð um árangur og afrek þeirra til framtíðar og er heiðurinn ákveðinn með kosningu starfandi slökkvistjóra í sjóher Bandaríkjanna. Haraldur veitti viðurkenningunni viðtöku við athöfn í Bandaríkjunum hinn 14. ágúst sl.