Flug til New York fellt niður vegna snjókomu MIKIL snjókoma í New York olli töfum í flugsamgöngum til og frá borginni á þriðjudag og varð að fella niður flug Flugleiða vegna veðursins.

Flug til New York fellt niður vegna snjókomu

MIKIL snjókoma í New York olli töfum í flugsamgöngum til og frá borginni á þriðjudag og varð að fella niður flug Flugleiða vegna veðursins.

Flugvél Flugleiða sem átti að fljúga til New York seinni part þriðjudags féll niður. Vélin átti síðan að snúa til baka á þriðjudagskvöld og lenda hér á landi snemma í gærmorgun. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða raskaði veðrið ferðum tæplega 170 manna sem áttu pantað far með flugvél félagsins.