Fátt um fína drætti að var ekki handknattleikur í besta gæðaflokki, sem leikmenn Vals og Víkings sýndu að Hlíðarenda í gærkvöldi. Leikurinn var lengstum jafn, en þegar staðan var 13:13 eftir 8 mín. leik í seinni hálfleik, skildu leiðir og Valsmenn náðu...

Fátt um fína drætti að var ekki handknattleikur í besta gæðaflokki, sem leikmenn Vals og Víkings sýndu að Hlíðarenda í gærkvöldi. Leikurinn var lengstum jafn, en þegar staðan var 13:13 eftir 8 mín. leik í seinni hálfleik, skildu leiðir og Valsmenn náðu yfirhöndinni og tryggðu sér öruggan sigur, 30:23. Lokasprettur leiksins var skrípaleikur, en þá voru 27 mörk skoruð á 22 mín.

Ýmsir hlutir í leiknum glöddu. Samvinna Gunnars Gunnarssonar og línumannsins Birgir Sigurðssonar, sem skoraði sex mörk af línu - þar af fimm eftir sendingar Gunnars. Magnús I. Stefánsson varði vel í marki Víkinga í fyrri hálfleik, en Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, stal senunni undir lok leiksins. Þá fór Valgarð Thoroddsen á kostum - skoraði fjögur mörk í röð, þegar Valur komst yfir 29:22. Hann skoraði þrjú úr horni, en leyfði sér þann munað að skora eitt með langskoti.

Það má segja að Guðmundur Hrafnkelsson hafði bundið endahnútinn á leikleysuna á lokasekúndunum, þegar hann fór í sókn og reyndi að skora með langskoti.

Sigmundur Ó.

Steinarsson

skrifar