Línur að skýrast á Íslandsmótinu Einni umferð ólokið fyrir úrslitakeppni ÞREMUR umferðum af fjórum er lokið á Íslandsmótinu í 2., 3. og 4. flokki í handknattleik og þau lið sem eru í fyrstu deild eftir þriðju umferðina eru öll örugg í úrslitakeppnina.

Línur að skýrast á Íslandsmótinu Einni umferð ólokið fyrir úrslitakeppni

ÞREMUR umferðum af fjórum er lokið á Íslandsmótinu í 2., 3. og 4. flokki í handknattleik og þau lið sem eru í fyrstu deild eftir þriðju umferðina eru öll örugg í úrslitakeppnina. Þau lið sem leika í 2. deild eiga möguleika á að bætast í hópinn með góðum árangri í fjórðu og síðustu umferð deildarkeppninnar sem fram fer í þessum mánuði.

ftirtalin félög hafa þegar tryggt sér rétt til að leika í úrslitakeppni.

2. flokkur karla: Valur, Stjarnan, KR, ÍBV og KA. Lokaumferðin í þessum aldursflokki verður leikin helgina 25. - 27. febrúar, keppni í 1. deild fer fram í Garðabæ en riðlar 2. deildar í umsjón Fram og Fylkis.

2. flokkur kvenna: ÍBV, Haukar, FH, Víkingur og Stjarnan. Fjórða umferðin verður leikin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, Valur sér um keppni í 2. deild.

3. flokkur karla: KR, KA, FH, HK og Haukar. Fjórða umferðin í þessum aldursflokki fer fram helgina 18. - 20. þessa mánaðar. Fyrsta deildin er í umsjón KR, 2. deild í umsjá UMFA og Fjölnis og 3. deild verður á Þorlákshöfn og Blönduósi.

3. flokkur kvenna: KR, Víkingur, ÍR, Haukar og Stjarnan. Fyrsta deildin verður leikin í Íþróttahúsinu við Strandgötu en riðlar 2. deildar eru í umsjón Fylkis og Selfoss.

4. flokkur karla: Fram, KR, Fylkir og Víkingur. Fjórða umferðin fer fram dagana 25.-27 þessa mánaðar hjá A-liðum en viku fyrr hjá B-liðunum. Víkingur sér um mótshald í 1. deild.

4. flokkur kvenna: Valur, FH, KR og Grótta. Aðeins fjögur lið eru komin í úrslit í fjórða flokki því B-riðlum í karla- og kvennaflokki var frestað. Þeir riðlar fara fram um næstu helgi.