"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" Athugasemd leikmanns vegna uppsagnar Valtýs Björns á Stöð 2 Alfreð Gíslasyni: ÉG undirritaður tel mig tala máli mikils meirihluta handknattleiksmanna þegar ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með að Valtý Birni...

"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" Athugasemd leikmanns vegna uppsagnar Valtýs Björns á Stöð 2 Alfreð Gíslasyni:

ÉG undirritaður tel mig tala máli mikils meirihluta handknattleiksmanna þegar ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með að Valtý Birni Valtýssyni skuli sagt upp störfum á Stöð 2. Þó svo að margt sé góðra manna á meðal íþróttafréttamanna sjónvarpsstöðvanna tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að í dag, sem og hin síðari ár, ber Valtýr Björn af í starfi sínu hér á landi og ófáum leikjum hefur hann lyft á hærra plan með sínum sérstæða húmor. Það er því leitt að sjá honum fórnað í einhverju sandkassastríði innan Stöðvar 2 og hvet ég þá sem hlut eiga að máli að endurskoða afstöðu sína nú þegar.

Með íþróttakveðju.

ALFREÐ GÍSLASON.