Iðnlánasjóður Mikil eftirspurn eftir fjárfestingarlánum SKULDABRÉF Iðnlánasjóðs að fjárhæð 250 milljónir voru uppseld á hádegi á þriðjudag eða fáum klukkustundum eftir að útboðið hófst.

Iðnlánasjóður Mikil eftirspurn eftir fjárfestingarlánum

SKULDABRÉF Iðnlánasjóðs að fjárhæð 250 milljónir voru uppseld á hádegi á þriðjudag eða fáum klukkustundum eftir að útboðið hófst. Að sögn Braga Hannessonar, forstjóra sjóðsins verður farið af stað með annað útboð af svipaðri fjárhæð fljótlega en það hefur ennþá ekki verið tímasett.

Þegar hefur orðið vart við töluverða eftirspurn eftir lánum í hinum nýja lánaflokki Iðnlánasjóðs með innlendum lánum. Bragi kvaðst eiga von á því að í vikunni yrði gengið frá útlánum fyrir þá fjárhæð sem seldist í skuldabréfaútboðinu. Kjörvextir af þessum lánum eru 6,5% auk verðtryggingar en fyrirtæki í A-flokki greiða 7% vexti og fyrirtæki í B-flokki 7,75% vexti. Lánin eru til 6-10 ára.