ÁKVEÐIÐ var á hluthafafundi Hitaveitu Suðurnesja hf. í gær að skipta fyrirtækinu í tvennt. Veitukerfi fyrir raforku, hitaveitu og ferskvatn verða í sérstöku félagi, HS Veitum hf.

ÁKVEÐIÐ var á hluthafafundi Hitaveitu Suðurnesja hf. í gær að skipta fyrirtækinu í tvennt.

Veitukerfi fyrir raforku, hitaveitu og ferskvatn verða í sérstöku félagi, HS Veitum hf. Framleiðsla og sala raforku verður áfram í Hitaveitu Suðurnesja sem fær nýtt heiti, HS Orka hf. Stefnt er að því að Reykjanesbær kaupi auðlindaréttindi Hitaveitu Suðurnesja hf. en HS Orka leigi þau aftur til 65 ára. Er þetta sagt gert í anda laga um auðlindina.

Sér stjórnir eru fyrir þessi tvö fyrirtæki sem verða með samvinnu um rekstur og með sama starfsfólk og nú. Ásgeir Margeirsson er stjórnarformaður HS Orku hf. og Árni Sigfússon bæjarstjóri stjórnarformaður HS Veitna hf.