18. febrúar 1994 | Fasteignablað | 111 orð

Klakksvík gjaldþrota Klakksvík, næst stærsti bær Færeyja, hefur stöðvað

Klakksvík gjaldþrota Klakksvík, næst stærsti bær Færeyja, hefur stöðvað greiðslur til lánardrottna sinna, en bærinn getur ekki lengur greitt fyrir nauðsynjar eins og rafmagn og olíu eða sorphreinsun.

Klakksvík gjaldþrota Klakksvík, næst stærsti bær Færeyja, hefur stöðvað greiðslur til lánardrottna sinna, en bærinn getur ekki lengur greitt fyrir nauðsynjar eins og rafmagn og olíu eða sorphreinsun. Tilkynnti Jogvan vid Keldu, bæjarstjóri í Klakksvík, þetta fyrir skömmu. Litlar horfur eru á, að starfsmenn bæjarins, sem þegar eiga tveggja mánaða laun inni ógreidd, fái laun sín greidd fyrir janúar.

kuldir Klakksvíkur nema um 190 millj. d. kr. (um 2 milljörðum ísl. kr.). Samkvæmt samningi við Færeyjabanka er hluti af skatttekjum bæjarins greidur beint til skattyfirvaldanna í Þórshöfn. Bankinn á einnig í samningaviðræðum fyrir hönd Klakksvíkur við lánardrottna bæjarins og mun annast greiðslur hans til þeirra, ef fé fæst til.

Frá Klakksvík.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.