Bóhemalíf í Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir finnsku myndina Bóhemalíf eftir Aki Kaurismaki í Borgarbíói kl. 17 á morgun, sunnudag, og kl. 19 á mánudag.

Bóhemalíf í Borgarbíói

KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir finnsku myndina Bóhemalíf eftir Aki Kaurismaki í Borgarbíói kl. 17 á morgun, sunnudag, og kl. 19 á mánudag.

Þrír listamenn, albanski málarinn Rodolfo, franska skáldið Marcel og írska tónskáldið Schaunard, tengjast fyrir tilviljun enda hafa þeir allir svipuð markmið í lífinu. Þeir eru listamenn af lífi og sál en peningaleysi verður til þess að þeir þurfa að hafa mikið fyrir því að sleppa undan húseigendum og rukkurum.

(Fréttatilkynning.)