Konur og stjórnmál JAFNRÉTTISNEFND Akureyrarbæjar og Endurmenntunardeild Háskólans á Akureyri standa fyrir námskeiði um konum og stjórnmál.

Konur og stjórnmál

JAFNRÉTTISNEFND Akureyrarbæjar og Endurmenntunardeild Háskólans á Akureyri standa fyrir námskeiði um konum og stjórnmál.

Námskeiðið er opið öllum konum sem vilja hafa áhrif á umhverfi sitt, þótt sérstaklega sé horft til sveitarstjórnakosninganna í vor. Markmiðið er að auka áhrif kvenna á stjórnun þjóðfélagsins með því að gefa innsýn í stjórnkerfið, samskipti við fjölmiðla, starfsaðferðir í nefndum og bæjarstjórnum, auk sjálfsstyrkingar og þjálfunar í að tjá sig í orði og riti.

Enn er hægt að bæta við þátttakendum á námskeiðið sem hefst næstkomandi miðvikudag, 23. febrúar, en skráning er í Háskólanum á Akureyri.

(Fréttatilkynning.)