Fuglaskoðun Fuglaverndarfélagsins FUGLASKOÐUNARFERÐIR hafa verið á dagskrá Fuglaverndarfélagsins af og til frá stofnun þess. Mikið átak í vettvangsfræðslu var gert í haust á Alþjóðlegum fugladögum.

Fuglaskoðun Fuglaverndarfélagsins

FUGLASKOÐUNARFERÐIR hafa verið á dagskrá Fuglaverndarfélagsins af og til frá stofnun þess. Mikið átak í vettvangsfræðslu var gert í haust á Alþjóðlegum fugladögum.

Oftast hefur þátttaka verið töluverð í fræðslunni og góður rómur gerður að. Þá hafa félagar í Fuglaverndarfélaginu oftlega verið leiðbeinendur í ferðum systursamtaka eins og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands, Náttúrufræðifélagsins, Ferðafélagsins og Útivistar auk þess sem samvinna um ferðir hefur verið við sum þeirra.

Vettvangsfræðsla verður sunnudaginn 20. febrúar nk. og verður síðan sunnudaginn eftir, 27. febrúar. Hist verður við Skeljungsstöðina í Skerjafirði kl. 14. Strætisvagnaleið 5 er með endastöð þar nærri. Leiðbeinendur verða reyndir fuglaskoðarar. Fjarsjá verður þátttakendum til afnota. Upplýsingar gefur Árni Waag.