Jazz í Djúpinu JAZZTÓNLEIKAR verða í Djúpinu, kjallara veitingastaðarins Hornsins við Hafnarstræti, á sunnudagskvöld. Fram kemur jazztríó Sigurðar Flosasonar saxófónleikara.

Jazz í Djúpinu

JAZZTÓNLEIKAR verða í Djúpinu, kjallara veitingastaðarins Hornsins við Hafnarstræti, á sunnudagskvöld. Fram kemur jazztríó Sigurðar Flosasonar saxófónleikara.

Tríóið er skipað auk Sigurðar, Eðvarði Lárussyni gítarleikara og Þórði Högnasyni kontrabassaleikara. Tríóið leikur standarda, þekkta sem óþekkta. Tónleikarnir hefjast kl. 21.

-