Öskudagurinn á Tálknafirði Tálknafirði. SÁ siður að slá köttinn úr tunnunni hefur orðið vinsæll víða um land enda skemmtilegur siður. Krakkarnir á Tálknafirði glímdu við tunnuna á öskudaginn klædd hinum ýmsu búningum.

Öskudagurinn á Tálknafirði Tálknafirði.

SÁ siður að slá köttinn úr tunnunni hefur orðið vinsæll víða um land enda skemmtilegur siður. Krakkarnir á Tálknafirði glímdu við tunnuna á öskudaginn klædd hinum ýmsu búningum.

Foreldrafélag Grunnskóla Tálknafjarðar hefur haldið öskudaginn hátíðlegan á Tálknafirði undanfarin ár. Börn og foreldrar fjölmenntu í íþrótta- og félagsheimili Tálknafjarðar og voru þar mættir margir furðulegir karlar og kerlingar. Dagskrá dagsins samanstóð af leikjum og upplestri en síðan stilltu allir sér í röð til þess að eiga við tunnuna. Tunnukóngur var Ólafur S. Jóhannesson. Viðurkenning var veitt fyrir frumlegasta búningin en hana hlaut Árný Marinósdóttir, en hún var teningur. Önnur verðlaun hlaut Birna R. Tryggvadóttir en hún var trúður.

­ Helga.

Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir

YNGSTU börnin fengu viðurkenningar fyrir búninga sína.