Úrkoma í janúar langt undir meðallagi TALSVERÐ úrkoma var í Reykjavík aðfaranótt föstudags og hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að frá klukkan 18 á fimmtudag til klukkan 9 á föstudagsmorgun hafi úrkoma mælst 18,7 mm.

Úrkoma í janúar langt undir meðallagi

TALSVERÐ úrkoma var í Reykjavík aðfaranótt föstudags og hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að frá klukkan 18 á fimmtudag til klukkan 9 á föstudagsmorgun hafi úrkoma mælst 18,7 mm. Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði að þetta væri í meira lagi en langt frá því að vera einstakt.

Trausti sagði að úrkoma hafi veri talsvert undir meðallagi í janúar, ekki hafi rignt nema rúmlega helming á við meðalár. "Þetta var þurrasti janúar síðan 1977, eða í 17 ár," segir hann. Hann býst við úrkoma í febrúar verði um og yfir meðallagi.

Hann segir að úrkoman aðfaranótt föstudags hafi ekki verið einstök, en mesta rigning sem mæld hafi verið á einum sólarhring væri 55 mm.