Undir bláhimni Vegna greinar minnar í Bréfi til blaðsins síðast í janúarmánuði um ljóðið Undir bláhimni, taldi ég af gáleysi mínu að Magnús H. Gíslason, fyrrverandi blaðamaður, væri höfundur ljóðsins.

Undir bláhimni Vegna greinar minnar í Bréfi til blaðsins síðast í janúarmánuði um ljóðið Undir bláhimni, taldi ég af gáleysi mínu að Magnús H. Gíslason, fyrrverandi blaðamaður, væri höfundur ljóðsins. Eins og Magnús tók fram í grein sinni um ljóðið er fræðimaðurinn, skáldið og kennarinn Magnús Kr. Gíslason, er var bóndi á Vöglum í Skagafirði, höfundur þess. Magnús H. Gíslason er hér með beðinn afsökunar á þessum mistökum mínum, en Guðmundi Þórðarsyni farmanni þakkað að benda mér á þennan misgáning.

Sigurjón Davíðsson,

Álfhólsvegi 34,

Kópavogi.

Föðursystir en

ekki fóstursystir

Í minningargrein Ástu og barna frá Efra-Seli um mágkonu hennar Ástríði Gróu Guðmundsdóttur á blaðsíðu 31 í Morgunblaðinu í gær misritaðist orð í upphafi greinarinnar. Þar stóð fóstursystir, en átti að vera föðursystir. Rétt var því setningin svona: "Okkur langar til að minnast elskulegrar föðursystur og mágkonu." Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum.

Sæstrengur og raforkuverð

Í grein Bjarna Jónssonar, rafmagnsverkfræðings, "Hagkvæmni sæstrengs borin saman við stóriðju", sem birt var hér í blaðinu sl. fimmtudag, hafa slæðst nokkrar villur. Hér fer á eftir kafli úr greininni, eins og hann átti að vera:

"Vegna þess að nauðsynlegu tæknistigi sæstrengsins er enn ekki náð, er ekki unnt að gera nákvæma kostnaðaráætlun. Unnt er að styðjast við norskar áætlanir um sæstreng frá Noregi til Hamborgar, 540 km. langan. Íslandsstrengurinn mundi kosta a.m.k. 30 mill/k/Wh og flutningur, þ.e. töp, línur og endamannvirki, 10 mill/k/Wh. Kostnaðarverð hagkvæmustu raforku á Íslandi inn á afriðilsvirki sæstrengs er a.m.k. 20 mill/k/Wh miðað við nokkru lægri nýtingartíma en hjá stóriðju. Heildarkostnaður við sæstreng til Skotlands næmi þannig a.m.k. 60 mill/kWh. Raforka frá Íslandi komin til meginlands Evrópu kostar þannig vel yfir 100 mill/k/Wh. Er raforkumarkaðurinn í Evrópu, sem nú er verið að einkavæða, fús til að greiða þetta verð?"