Helga Þorsteinsdóttir - viðbót Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri tregatárin stríð.

(V. Briem.)

Amma mín er dáin. Já, horfin úr þessum heimi. Erfiðasta stundin í lífi mínu var þegar við horfðum á ömmu fara frá okkur. En nú veit ég að henni líður vel.

Það verður skrýtið að koma til afa þegar engin amma er, sem alltaf var heima og tók svo vel á móti mér. Margar góðar stundir áttum við saman við spil. Hún amma var svo dugleg og alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd.

Ég veit að elsku amma mín var veik og þráði orðið hvíld og kvaddi þennan heim sátt við sitt líf og samferðamenn.

Í hjarta mínu lifir góð minning um góða ömmu og mun hún lifa svo lengi sem ég lifi.

Helga Rúna.