* Fyrsta tölublað nýs tímarits anarkista á Íslandi er komið út.

* Fyrsta tölublað nýs tímarits anarkista á Íslandi er komið út. Tímaritið kallast Svartur Svanur og eins og segir í fréttatilkynningu sem aðstandendur tímaritsins sendu til vefritsins Nei hefur það verið gamall draumur anarkista á Íslandi að standa að útgáfu tímarits sem þessa en ekki orðið af því fyrr en nú.

Oft hefur verið gert grín að þeirri mótsögn sem felst í því að anarkistar bindist samtökum en nú bíður aðstandendum tímaritsins jafnvel enn stærra vandamál. Munu anarkískir blaðamenn tímaritsins lúta valdi ritstjórans?