Ekkert stopp Þrátt fyrir lægra verð er veltan á fiskmarkaðnum síst minni.
Ekkert stopp Þrátt fyrir lægra verð er veltan á fiskmarkaðnum síst minni. — Morgunblaðið/G.Rúnar
„Þótt verðið hafi lækkað eitthvað virðist það ekki vera til þess að hægja á smábátasjómönnum eða stöðva þá,“ segir Bjarni Áskelsson hjá Reiknistofu fiskmarkaða.
„Þótt verðið hafi lækkað eitthvað virðist það ekki vera til þess að hægja á smábátasjómönnum eða stöðva þá,“ segir Bjarni Áskelsson hjá Reiknistofu fiskmarkaða. Hann segir að framboð á fiski hafi ekki minnkað frá sama tíma í fyrra og eftirspurnin sé svipuð. Mikil fylgni sé milli verðsins á mörkuðum hér og gengis evrunnar.