Kauphöllin á Íslandi.
Kauphöllin á Íslandi. — Morgunblaðið/Kristinn
Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 0,3% í gær og hefur vísitalan þá lækkað um 20,3% frá síðustu áramótum. Lokagildi vísitölunnar er nú 797 stig en var 1.000 stig á áramótum.

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 0,3% í gær og hefur vísitalan þá lækkað um 20,3% frá síðustu áramótum. Lokagildi vísitölunnar er nú 797 stig en var 1.000 stig á áramótum.

Sveiflur á gengi hlutabréfa í úrvalsvísitölunni voru miklar í gær. Þannig lækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group um 5,1%. Þá lækkuðu bréf Bakkavarar Group um 4,3% og Össurar um 4,1%. Hins vegar hækkuðu hlutabréf Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka um 3,4% og bréf Marels um 2,5%.

gretar@mbl.is