Ásta R. Jóhannesdóttir
Ásta R. Jóhannesdóttir
Skrýtin umræða er komin upp um útfærslu hugmynda núverandi ríkisstjórnar um að taka upp persónukjör í alþingiskosningum.

Skrýtin umræða er komin upp um útfærslu hugmynda núverandi ríkisstjórnar um að taka upp persónukjör í alþingiskosningum.

Með því að gefa kjósendum færi á að raða sjálfir frambjóðendum á framboðslistann, sem þeir kjósa, átti að veita hinum almenna kjósanda meiri áhrif á skipan Alþingis en hann hefur í dag.

Þetta fyrirkomulag krefðist þess t.d. ekki að fólk yrði að vera félagar í stjórnmálaflokki til að hafa áhrif á hverjir settust á þing fyrir þann flokk.

Nú bregður svo við að til dæmis félagsmálaráðherrann, Ásta R. Jóhannesdóttir, vantreystir kjósendum til að raða sjálfir á listann. Hún vill setja ákvæði um kynjakvóta í kosningalöggjöfina.

Slíkt telja sérfræðingar ekki standast stjórnarskrá. Eiríkur Tómasson lagaprófessor sagði hér í blaðinu í fyrradag að stjórnarskrárbreytingu þyrfti til, ætti hugmynd Ástu að komast í framkvæmd.

Og af hverju þessi vantrú á kjósendum? Ef flokkarnir stilla t.d. sjálfir upp jafnmörgum frambærilegum konum og körlum fyrir kjósendur að velja úr, má þá ekki ganga út frá því að niðurstaðan verði í anda jafnréttis - sérstaklega af því að kjósendur skiptast líka nokkurn veginn jafnt í konur og karla?

Og hvað ef svo ólíklega vill til að kjósendur vilja ekki jafnrétti á þingi - vilja kjósa fleiri konur en karla eða öfugt? Á að banna þeim það?