HÉR er kominn þúsundþjalasmiðurinn Daniel Q. Auerbach, liðsmaður hinnar frómu blúsrokksveitar The Black Keys.

HÉR er kominn þúsundþjalasmiðurinn Daniel Q. Auerbach, liðsmaður hinnar frómu blúsrokksveitar The Black Keys. Keep it Hid er fyrsta sólóplata Daniels og þrátt fyrir ákveðin höfundareinkenni sem heyra má á plötunni hefur Daniel ekki villst langt út fyrir tónstíg þeirra Black Keys-manna. Lögin eru fjölbreytileg og spanna allan tilfinningaskalann eins og sagt er þar sem gamall hljómurinn (öll platan er tekin upp á dýrindis analóg-græjur og gamla magnara) gefur lögunum dálítið grugguga áferð en um leið ferskan blæ. Hvað sem því líður ætti Keep it Hid að falla öllum „alvöru rokkurum“ í geð.

Höskuldur Ólafsson