Ómar Ragnarsson | 25. febrúar Guð láti á gott vita Efnahagshrunið hefur valdið umróti í stjórnmálaflokkunum.

Ómar Ragnarsson | 25. febrúar

Guð láti á gott vita

Efnahagshrunið hefur valdið umróti í stjórnmálaflokkunum. Nú virðist loks örla á viðleitni innan Sjálfstæðisflokksins að taka ýmislegt til skoðunar þar sem áður hefði ekki verið talin ástæða til að velta við steinum.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf hins vegar lengri tíma á varamannabekknum en þrjá mánuði til þess að geta komið aftur inn á og spilað af styrk flokks og fjöldahreyfingar, sem hafði kjörorðið: „Gjör rétt, þol ei órétt!“, – kjörorð sem hefur ekki heyrst þar á bæ í áratugi.

Ég á mér þann draum að sá tími komi innan nokkurra ára endurhæfingar og endurreisnar flokksins að ekki þurfi að skrifa blaðagreinar til að kvarta yfir spillingu, forsjárhyggju og afskiptasemi hjá flokki sem á að vera brjóstvörn frelsis, mannréttinda og heilbrigðs framtaks.

Ef andi endurhæfingar er að vakna innan flokksins segi ég bara: Guð láti á gott vita.

omarragnarsson.blog.is