DANSKIR atvinnurekendur hafa áhyggjur af því að samskiptavefurinn Facebook, sem nýtur sífellt meiri vinsælda eins og þekkt er, taki orðið allt of mikinn tíma frá fólki í vinnunni.

DANSKIR atvinnurekendur hafa áhyggjur af því að samskiptavefurinn Facebook, sem nýtur sífellt meiri vinsælda eins og þekkt er, taki orðið allt of mikinn tíma frá fólki í vinnunni. Staðan er sögð vera svolítið eins og þegar Netið var að ryðja sér til rúms á sínum tíma.

Segir í frétt á fréttavef danska viðskiptablaðsins Børsen , að samtök danskra atvinnurekenda fái sífellt fleiri fyrirspurnir frá áhyggjufullum stjórendum og eigendum fyrirtækja um hvernig beri að taka á þessu. Mönnum þyki ekki hægt að leggja blátt bann við notkun vefjarins. Hins vegar sé eðlilegt að setja ákveðnar vinnureglur. gretar@mbl.is