SKULDIR Spalar ehf., sem rekur Hvalfjarðargöngin, nema nú um fjórum milljörðum króna. Ragnheiður Ólafsdóttir, Frjálslynda flokknum, sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi hafa fengið þessar upplýsingar hjá framkvæmdastjóra Spalar í gær.

SKULDIR Spalar ehf., sem rekur Hvalfjarðargöngin, nema nú um fjórum milljörðum króna.

Ragnheiður Ólafsdóttir, Frjálslynda flokknum, sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi hafa fengið þessar upplýsingar hjá framkvæmdastjóra Spalar í gær. Ástæða þessara skulda væri misgengi vísitölu og gengis. Spurði hún samgönguráðherra hvort hann hygðist nú beita sér fyrir gjaldfrjálsri umferð um Hvalfjarðargöng, líkt og flokkur hans hefði lagt til fyrir seinustu kosningar. ,,Ef yrði farið í framkvæmd samhliða núverandi göngum undir Hvalfjörð, þá yrði það sennilega gert af Vegagerðinni, eða það taldi Gylfi líklegast,“ sagði hún.

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði að afnám veggjaldsins væri ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Ekki hefði komið til greina að afnema gjaldið á sama tíma og í umræðu væru hugmyndir um gerð annarra ganga. Á síðasta ári hefði

verið mun minni umferð um göngin en á árunum þar á undan og fjöldi bíla verið svipaður og á árinu 2002.