HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands frá 19. febrúar sl. þess efnis að karlmaður sem grunaður er um að hafa valdið dauða annars sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 18. mars nk.

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands frá 19. febrúar sl. þess efnis að karlmaður sem grunaður er um að hafa valdið dauða annars sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 18. mars nk.

Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að maðurinn gekk hrottalega í skrokk á fórnarlambi sínu í sumarhúsi í Grímsnesi 7. nóvember síðastliðinn. Honum er gert að sök að hafa slegið manninn í höfuðið, ítrekað sparkað í og stigið á höfuð og efri hluta líkama hans á meðan hann lá á gólfinu.

Í greinargerðinni segir að ef sakborningur sem orðið hefur uppvís að jafnalvarlegu broti gangi laus áður en dómur fellur í máli hans valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings. andri@mbl.is