Ágúst Einarsson
Ágúst Einarsson
ÁGÚST Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, er þeirrar skoðunar að kanna eigi með formlegum hætti hvort stofna eigi nýjan háskóla með sameiningu Háskólans á Bifröst, Listaháskólans og Háskólans í Reykjavík.

ÁGÚST Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, er þeirrar skoðunar að kanna eigi með formlegum hætti hvort stofna eigi nýjan háskóla með sameiningu Háskólans á Bifröst, Listaháskólans og Háskólans í Reykjavík. Þetta kom fram í ræðu rektors við útskrift á Bifröst í gær, laugardag.

Tvær nefndir, önnur skipuð erlendum sérfræðingum og hin innlendum, skiluðu nýlega áliti um uppstokkun háskólastigsins og voru niðurstöðurnar þær að fækka ætti háskólum niður í tvo eða þrjá. Í máli Ágústs kom fram að niðurstöðurnar gæfu hugmyndinni um samstarf byr í seglin.

Þá sagði Ágúst jafnframt að Bifröst hefði nú keypt aftur stærstan hluta fasteigna skólans. Skólinn hafði selt þær til fjárfestingafélagsins Nýsis fyrir tveimur árum en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars. haa@mbl.is