Bruce Springsteen Tók slagarana með E-Street sveit sinni, en ekki Born in the USA þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir áhorfenda.
Bruce Springsteen Tók slagarana með E-Street sveit sinni, en ekki Born in the USA þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir áhorfenda. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
GLASTONBURY-tónleikahátíðinni lauk í gær en það voru tónleikar „yfirmannsins“ Bruce Springsteen á laugardagskvöldið sem vöktu hvað mesta lukku. Þetta er í fyrsta skipti sem bandaríski rokkarinn kemur fram á tónleikahátíð í Bretlandi.

GLASTONBURY-tónleikahátíðinni lauk í gær en það voru tónleikar „yfirmannsins“ Bruce Springsteen á laugardagskvöldið sem vöktu hvað mesta lukku. Þetta er í fyrsta skipti sem bandaríski rokkarinn kemur fram á tónleikahátíð í Bretlandi. Springsteen lék á als oddi og hoppaði m.a. niður í gryfjuna til þess að vera nær aðdáendum sínum. Fyrr um kvöldið hafði Springsteen óvænt birst á sviði með sveitinni The Gaslight Anthem er lék á minnsta sviði hátíðarinnar.

Mikill spenna var fyrir síðustu tónleika hátíðarinnar en í gær komu fram Blur, Glasvegas, Nick Cave og Yeah Yeah Yeahs. Nokkrir tónleikar þóttu standa upp úr í ár en þar má nefna uppákomur LadyGaga, Neil Young og Florence and the Machine.

Rúmlega 175 þúsund manns sóttu Glastonbury í ár sem var óvenju þurr miðað við sögu hátíðarinnar. Ekkert rigndi á laugardaginn og var því hvergi jafn mikið um leðju og oft hefur verið þrátt fyrir skúri á fimmtudag- og föstudag.

Margir listamenn vottuðu Michael Jackson virðingu sína en rapparinn Dizzee Rascal stýrði aðdáendum sínum í fjöldasöng á laginu Thriller af Pyramid-sviðinu sem er það stærsta á svæðinu. Aðrir listamenn sem minntust Jackson voru Pharrell Williams, The Streets, Lily Allen og Gabriella Cilmi.