ÞAÐ ER hlutverk fjölmiðla að halda uppi upplýstri og gagnrýninni umræðu byggðri á staðreyndum og þekkingu.

ÞAÐ ER hlutverk fjölmiðla að halda uppi upplýstri og gagnrýninni umræðu byggðri á staðreyndum og þekkingu. Hlutverkið er ekki alltaf það þægilegasta en það er skylda þeirra að víkja sér ekki undan óþægindum í stórum málum og smáum og fylgja sannfæringu sinni. Á laugardag valdi Morgunblaðið að vekja athygli á fréttum um agakafla síðustu útgefinnar námskrár Hjallastefnunnar. Aðkoma mín að málinu var sú að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafði við mig samband og bað mig, sem lektor í leikskólafræðum, um álit á því sem þar stóð. Það er engin launung að ég taldi agakaflann ekki standast nútímahugmyndir um leikskólauppeldi. En að sjálfsögðu mega aðrir skilja á þann veg sem þeir sjálfir kjósa, þar með taldir leiðarahöfundar Morgunblaðsins. Hinsvegar er vert að benda á að eftir að Margrét Pála frétti af umfjöllun í netheimum um námskrána valdi hún sjálf að fella þennan hluta hennar úr gildi og fjarlægja af netinu. Ég á von á að næsta ritstjórnargrein Morgunblaðsins fjalli um þá einlægu ósk þeirra að Margrét Pála taki kaflann aftur í gildi og birti á netinu.

Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.