Listaklúbbur Leikhúskjallarans Blóð þessarar nætur Lorca-dagskráin endurtekin Lorca-dagskrá listaklúbbsins verður endurtekin þriðjudaginn 22. mars kl. 20.30. Dagskrá þessi var fyrst flutt 28. febrúar sl.

Listaklúbbur Leikhúskjallarans Blóð þessarar nætur Lorca-dagskráin endurtekin Lorca-dagskrá listaklúbbsins verður endurtekin þriðjudaginn 22. mars kl. 20.30. Dagskrá þessi var fyrst flutt 28. febrúar sl. Dagskráin sem er tileinkuð spænska leik-, ljóð- og tónskáldinu Federico Garcia Lorca verður aðeins endurflutt þetta eina kvöld.

Ljóð eftir Lorca hafa verið þýdd á íslensku af a.mk. 12 skáldum og munu leikarar úr sýningunni Blóðbrullaupi lesa ljóð sem þeir hafa sjálfir valið.

Flutt verður tónlist eftir Lorca, Falla, Paco de Lucia, söngvar úr spænsku borgarastyrjöldinni og spænskir alþýðusöngvar.

Pétur Jónasson leikur einleik á gítar en auk þess hefur hann fegnið til liðs við sig hljóðfæraleikarana Einar Kristján Einarsson, Pétur Grétarsson og Bjarna Sveinbjörnsson.

Stiginn verður spænskur dans og leikin upptaka með flutningi spænskra leikara á tveimur af þekktustu ljóðum Lorca og upptaka með píanóleik Lorca sjálfs.

Leikararnir sem fram koma eru: Baltasar Kormákur, Bríet Héðinsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Ingvar E. Sigurðsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rúrík Haraldsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir tekur dagskrána saman og stjórnar henni.

Aðgangseyrir er kr. 500 og kr. 300 kr. fyrir félaga í listaklúbbnum og eru miðar seldir í miðasölu Þjóðleikhússins og við innganginn.