*Þeir gera það ekki endasleppt, félagarnir í rokksveitinni Nögl, en á dögunum tóku þeir upp myndband við jólalag uppi á Turninum við Smáratorg. Um er að ræða rokkaða útgáfu af slagaranum „Snjókorn falla“.
*Þeir gera það ekki endasleppt, félagarnir í rokksveitinni Nögl, en á dögunum tóku þeir upp myndband við jólalag uppi á Turninum við Smáratorg. Um er að ræða rokkaða útgáfu af slagaranum „Snjókorn falla“. Það gekk ekki skammlaust að komast á toppinn, en húsvörðurinn víldi fá skriflegt loforð um að liðsmenn myndu ekki „klikkast og stökkva framaf“! Til að auka á dramatíkina fór svo að sjálfsögðu að snjóa þegar upptökur voru nýhafnar – og myndbandið og lagið bera því nafn með rentu. Myndbandið er hægt að nálgast á Youtube og Tonlist.is en einnig er það í spilun á Nova TV.