Einleikari Baldvin Oddsson ásamt stjórnandanum Daníel Bjarnasyni.
Einleikari Baldvin Oddsson ásamt stjórnandanum Daníel Bjarnasyni.
Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna í Langholtskirkju kl. 16 nk. laugardag verður meðal annars boðið upp á geimskot, nýtt íslenskt tónverk og einleik grunnskólanema í trompetkonsert eftir Joseph Haydn.

Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna í Langholtskirkju kl. 16 nk. laugardag verður meðal annars boðið upp á geimskot, nýtt íslenskt tónverk og einleik grunnskólanema í trompetkonsert eftir Joseph Haydn.

Íslenska tónverkið er Ævintýri eitt ég veit , eftir Snorra Sigfús Birgisson, geimskotið er verkið Lift off eftir Russell Peck, en í því er líkt eftir hljóðheimi geimskips, og einleikarinn ungi er Baldvin Oddsson, aðeins fimmtán ára. Einnig verður flutt Sinfónía nr. 5 eftir Mendelssohn. Hljómsveitarstjórarnir eru Daníel Bjarnason og Pétur Grétarsson sem skipta með sér verkum. arnim@mbl.is