*Nemendaleikhús LHÍ sýnir nú leikritið Bráðum hata ég þig í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Undirtektir hafa verið glimrandi góðar, svo góðar reyndar að ákveðið hefur verið að bæta við fjórum aukasýningum. Fara þær fram 10., 11., 12. og 13. febrúar.
*Nemendaleikhús LHÍ sýnir nú leikritið Bráðum hata ég þig í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Undirtektir hafa verið glimrandi góðar, svo góðar reyndar að ákveðið hefur verið að bæta við fjórum aukasýningum. Fara þær fram 10., 11., 12. og 13. febrúar. Þessi árgangur er því greinilega ekkert slor og gaf leikshúsrýnir Morgunblaðsins sýningunni einkar jákvæðan dóm eins og lesa má í blaði gærdagsins.