NOKKUR hnuplmál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær en að sögn lögreglu er slíkt orðið nánast daglegt brauð. Í gær var kona tekin fyrir þjófnað í verslunarmiðstöð og var ung dóttir hennar með í för. Lögreglan segir að þjófar ásælist...

NOKKUR hnuplmál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær en að sögn lögreglu er slíkt orðið nánast daglegt brauð. Í gær var kona tekin fyrir þjófnað í verslunarmiðstöð og var ung dóttir hennar með í för.

Lögreglan segir að þjófar ásælist m.a. snyrtivörur og fatnað. Þá séu þjófarnir á öllum aldri, allt frá börnum og upp í aldraða. Þannig hafi fólk á bæði níræðis- og tíræðisaldri verið staðið að hnupli að undanförnu.

Þá var brotist inn í allnokkra bíla í Reykjavík, Kópavogi og á Álftanesi í gær en sjö slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. GPS-tækjum var stolið úr tveimur þeirra en fjölda slíkra tækja hefur verið stolið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið.