NÝSJÁLENSKUR TVÍBURATRYLLIR Nýsjálensk kvikmyndagerð er allrar athygli verð þessa dagana eftir að Jane Campion skaut henni eftirminnilega upp á yfirborðið með Píanóinu.

NÝSJÁLENSKUR TVÍBURATRYLLIR Nýsjálensk kvikmyndagerð er allrar athygli verð þessa dagana eftir að Jane Campion skaut henni eftirminnilega upp á yfirborðið með Píanóinu. Ein af nýjustu myndum Nýsjálendinga er af allt öðru sauðahúsi, hún heitir Jack Be Nimble" og ku vera einhverskonar blanda af The World According to Garp" eftir John Irving og Carrie" eftir Stephen King.

eikstjóri hennar er Garth Maxwell en myndin segir frá tvíburum, strák og stelpu, sem skildir eru að í æsku eftir að þeir missa foreldra sína undir dularfullum kringumstæðum. Stúlkan, Dóra, elst upp á fallegu millistéttarheimili en tregar horfinn bróður sinn og eftir að henni er strítt í skóla fær hún yfirnáttúrulega krafta í ætt við Carrie forðum. Bróðirinn, Jack, elst upp við ofbeldi og misnotkun á bóndabæ þar sem fósturforeldrar hans og fjórar systur fara hræðilega með hann en hann gerist lunkinn dáleiðari og hefnir sín grimmilega.

Systkinin sameinast aftur á fullorðinsaldri og leita foreldra sinna. Myndin hefur verið sýnd m.a. í Bretlandi og hlotið þar góða dóma.

Dularfull systkini; aðalleikararnir í Jack Be Nimble".