Leitað á sjó og landi FJÖRUR voru gengnar í Vestmannaeyjum í gær og kafarar leituðu við Stafnes að drengnum sem týndist í sjó á fimmtudag. Leit hafði ekki borið árangur um hádegi í gær.

Leitað á sjó og landi

FJÖRUR voru gengnar í Vestmannaeyjum í gær og kafarar leituðu við Stafnes að drengnum sem týndist í sjó á fimmtudag. Leit hafði ekki borið árangur um hádegi í gær.

Að sögn Aðalsteins Baldurssonar í stjórnstöð Björgunarfélags Vestmannaeyja mættu gönguhópar til leitar fyrir hádegi. Farið var á bátum í þær fjörur sem ekki verður komist í nema af sjó. Ráðgert var að leita úr lofti yfir Landeyjasand.

Veður í Eyjum var með besta móti til leitar í gær eftir slæmt sjólag undanfarið. Að sögn Aðalsteins hefur fjöldi bátseigenda og annarra sjálfboðaliða lagt lið við leitina.