Japanir flytja inn fleiri bíla en áður SALA innfluttra bifreiða í Japan hefur aldrei verið meiri en á tólf mánaða tímabili, sem lauk 31. marz 1994, og mun líklega enn aukast 1994/95 að sögn félags japanskra bifreiðainnflytjenda.

Japanir flytja inn fleiri bíla en áður

SALA innfluttra bifreiða í Japan hefur aldrei verið meiri en á tólf mánaða tímabili, sem lauk 31. marz 1994, og mun líklega enn aukast 1994/95 að sögn félags japanskra bifreiðainnflytjenda. Sala á innfluttum bílum jókst um 13.9% í 217.633 bíla 1993/94 miðað við árið á undan.

Í desember spáði félagið því að 200.000 bílar yrðu seldir 1994 miðað við 195.090 árið áður. Áður höfðu nokkrir sérfræðingar spáð því að 250.000 innfluttir bílar yrðu seldir 1994. Sala á þýzkum bílum jókst um 0.2% í 103.124 1993/94 og nam tæplega 50% af sölu innfluttra bíla. Sala á Mercedes-Benz-bílum jókst um 7.6% í 29.693. Sala á bandarískum bílum jókst um 32.9% í 58.968, sem jafngildir 28.54% markaðshlutdeild, og sala á brezkum bílum jókst um 19.9% í 18.184 eða 8.8% hlutdeild. Sala á frönskum bílum minnkaði hins vegar um 29.3% í 5,564 eða 2.69% markaðshlutdeild.

Sala innfluttra bíla í marz jókst um 40.7% miðað við sama tíma í fyrra í 32.440, sem er mest.