FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ Haugfundir VORIÐ 1932 fannst fornmannsdys skammt frá Hemlu í Landeyjum. Í Ísafold 21. júní það ár segir að nokkru áður hafi sandhóll norðaustan við túnið í Hemlu tekið að blása upp og komu þá í ljós hestbein, spjótsoddur og axarblað.

FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ Haugfundir

VORIÐ 1932 fannst fornmannsdys skammt frá Hemlu í Landeyjum. Í Ísafold 21. júní það ár segir að nokkru áður hafi sandhóll norðaustan við túnið í Hemlu tekið að blása upp og komu þá í ljós hestbein, spjótsoddur og axarblað. Hér var sýnilega um dysjar frá heiðni að ræða, eins manns og tveggja hesta," segir í blaðinu.

estdysjarnar voru örfoka að kalla og nær öll beinin ofanjarðar, blásin og skinin og molnuð, enda farin að fjúka." Beinin voru öll tekin upp og sett í kassa til sendingar til Þjóðminjasafnsins. Mannsbeinin voru enn hulin lasum sandi og komu í ljós er hann var hreinsaður ofan af þeim en flest voru þau gjöreydd af fúa. Mátti þá sjá að maðurinn hafði legið áhægri hlið og hallast nokkurð aftur á bakið ... Höfuðbein voru mjög eydd, litlar leyfar eftir af þeim, en tennur all-margar; voru þær lítið slitnar, flestar og virtist maður þessi varla hafa verið eldri en um fertugt er hann dó. ­ Af fótleggjunum mátti ráða að hann hefði verið fremur lágur vexti." Hjá mannabeinunum fannst spjót og axarblað, einnig tygilhnífur, blýmet, nokkrir tinnumolar og brot af lítilli, grænni glerperlu. Ennfremur lítið vopnbrýni og brot af kambi úr beini með kroti á. Yfir höfðinu var skjaldarbóla. Dysjar þessar voru í umræddri frétt taldar frá síðari hluta 10. aldar.

Annan september 1932 er í Ísafold sagt frá öðrum merkum fornleifafundi. Þar komu einnig í ljós við uppblástur mannsbein, í svonefndu karlsnesi fyrir norðan Skarðsfjall, allnærri Þjórsá. Þar fannst höfuðkúpa af manni og handarbein. Matthías Þórðarson, þá þjóðminjavörður fór á vettvang og segir svo frá: Af beinunum má sjá að maðurinn hefir verið lágur vexti og grannur, að líkindum; langleggurinn er 43,3 sm að lengd. Tennurnar eru all-slitnar, en óskemmdar. Virðist maðurinn kunna að hafa verið um sextugt þegar hann dó. Höfuðkúpan ber vott um, að hann hefir verið langhöfði. Hún er einkennilega þykk upp af nefbeininu og er þar sem hnúðar að sjá," segir Matthías í grein um þennan fornleifafund. Maðurinn sem beinin voru úr hafði kreppt hendina um spjótskaft sem löngu var fúnað í duft, aðeins oddur spjótsins fannst. Leifar af mathníf voru við hægri mjöðm, tvö lítil met úr blýi og lítill ferstrendur glær steinn var einnig hjá honum og raunar fleiri steinar sem hann hafði haft í bandi um hálsinn. Bein þessara tveggja íslenskra fornmanna sem hér hefur verið sagt frá voru send Þjóðminjasafninu til athugunar og varðveislu.