Sýning Listdansskólans HIN árlega nemendasýning Listdansskóla Íslands verður í ÞJóðleikhúsinu, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.

Sýning Listdansskólans

HIN árlega nemendasýning Listdansskóla Íslands verður í ÞJóðleikhúsinu, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.

Sýningin er tvískipt, fyrri hlutinn Lítið ævintýri er frumsamið dansævintýri þar sem allir nemendur skólans koma fram, hátt í hundrað talsins. Lítið ævintýri er eftir kennara skólans, Ingibjörgu Björnsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur, Auði Bjarnadóttur, Margréti Gísladóttur og Tom Bosma, sem var gestakennari við skólann í vetur.

Síðari hlutinn er af verkefnaskrá Listdansflokks æskunnar sem sýnir verkin Ferðalag og Bóleró ásamt nokkrum sígildum sólódönsum. Listdansflokkur æskunnar var stofnaður fyrr á árinu og hefur þegar haldið nokkrar sýningar meðal annars á Sólon Íslandus og í Íslensku óperunni. Dansarar Listdansflokks æskunnar eru allir nemendur Listdansskóla Íslands ásamt tveimur dönsurum Íslenska dansflokksins. Stjórnandi hópsins og danshöfundur er David Greenall.

Tveir undirleikarar Listdansskólans, þær Olga Bragina og Björg Bjarnadóttir, leika í nokkrum atriðum á sýningunni. Aðeins verður ein sýning og er miðasala hjá Þjóðleikhúsinu.

(Fréttatilkynning)

Nemendasýning Listdansskóla Íslands verður í Þjóðleikhúsinu