Ray gamli Davies kallar ekki allt ömmu sína og gerir það ekki endasleppt heldur.
Ray gamli Davies kallar ekki allt ömmu sína og gerir það ekki endasleppt heldur.
Kinksspíran Ray gamli Davies, eða Ray „old“ Davies eins og Bretinn þekkir hann, gaf út nýja plötu í upphafi nóvember sem kallast See My Friends og kallast þar á við samnefndan titil Kinks-lags.
Kinksspíran Ray gamli Davies, eða Ray „old“ Davies eins og Bretinn þekkir hann, gaf út nýja plötu í upphafi nóvember sem kallast See My Friends og kallast þar á við samnefndan titil Kinks-lags. Á plötunni rennir hann í gegnum gamla slagara með frægum félögum úr tónlistinni. Gæðasveitin Spoon leikur með honum titillagið, sjálfur Bruce Springsteen syngur með honum lagið „Better Things“ og Metallica leikur undir í „You Really Got Me“. Aðrir sem koma við sögu eru t.d. Bon Jovi, Mumford & Sons, Lucinda Williams, Jackson Browne, Black Francis og Billy Corgan.