Kinksspíran Ray gamli Davies, eða Ray „old“ Davies eins og Bretinn þekkir hann, gaf út nýja plötu í upphafi nóvember sem kallast See My Friends og kallast þar á við samnefndan titil Kinks-lags.
Kinksspíran Ray gamli Davies, eða Ray „old“ Davies eins og Bretinn þekkir hann, gaf út nýja plötu í upphafi nóvember sem kallast See My Friends og kallast þar á við samnefndan titil Kinks-lags. Á plötunni rennir hann í gegnum gamla slagara með frægum félögum úr tónlistinni. Gæðasveitin Spoon leikur með honum titillagið, sjálfur Bruce Springsteen syngur með honum lagið „Better Things“ og Metallica leikur undir í „You Really Got Me“. Aðrir sem koma við sögu eru t.d. Bon Jovi, Mumford & Sons, Lucinda Williams, Jackson Browne, Black Francis og Billy Corgan.