Lögreglumenn við sendiráð Sviss.
Lögreglumenn við sendiráð Sviss.
Ítalska lögreglan leitaði í gær í öllum sendiráðum og ræðismannsskrifstofum í Róm eftir að bögglasprengjur sprungu í sendiráðum Síle og Sviss í borginni.

Ítalska lögreglan leitaði í gær í öllum sendiráðum og ræðismannsskrifstofum í Róm eftir að bögglasprengjur sprungu í sendiráðum Síle og Sviss í borginni. Starfsmaður svissneska sendiráðsins særðist alvarlega og starfsmaður sendiráðsins í Síle var einnig fluttur á sjúkrahús, en meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarleg.

Roberto Maroni, innanríkisráðherra Ítalíu, sagði að lögreglan væri að rannsaka hvort anarkistar hefðu verið að verki.

Anarkistar í Grikklandi sendu bögglasprengjur í sendiráð í Aþenu í nóvember og til leiðtoga Evrópuríkja, m.a. forsætisráðherra Ítalíu og forseta Frakklands.