Árný Fjóla, Sigurbjartur, Alexander, Atli Óskar, Auðunn og Hildur Berljót , ungir leikarar í Gauragangi.
Árný Fjóla, Sigurbjartur, Alexander, Atli Óskar, Auðunn og Hildur Berljót , ungir leikarar í Gauragangi. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndin Gauragangur , sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar, var forsýnd í Smárabíói í fyrradag. Fjölmenni var á forsýningunni og mættu svo margir að fjöldi manns þurfti að sitja á göngum bíósala.
Kvikmyndin Gauragangur , sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar, var forsýnd í Smárabíói í fyrradag. Fjölmenni var á forsýningunni og mættu svo margir að fjöldi manns þurfti að sitja á göngum bíósala. Til stóð að sýna myndina í þremur sölum en á endanum var hún sýnd í tveimur, tæknilegir örðugleikar komu í veg fyrir að hægt væri að sýna hana í þriðja salnum. Gestir þriðja salarins voru heldur súrir að missa af myndinni enda höfðu þeir beðið í rúman hálftíma eftir að sýning á henni hæfist. Í stað Gauragangs var þar sýnd kvikmyndin The Tourist .