Gjöf Kringlan og Barnaspítali Hringsins.
Gjöf Kringlan og Barnaspítali Hringsins.
Barnaspítali Hringsins fékk í fyrradag afhenta peningagjöf úr hendi forráðamanna Kringlunnar, Hagkaupa og Ljóma. Gjöfin er afrakstur af keppni í piparkökubakstri sem haldin var í Kringlunni nú í desember til styrktar Barnaspítalanum.

Barnaspítali Hringsins fékk í fyrradag afhenta peningagjöf úr hendi forráðamanna Kringlunnar, Hagkaupa og Ljóma. Gjöfin er afrakstur af keppni í piparkökubakstri sem haldin var í Kringlunni nú í desember til styrktar Barnaspítalanum. Keppt var í tveimur aldursflokkum, börn 10 ára og yngri og síðan börn 10-14 ára. Vinningshafar fengu gjafabréf frá Kringlunni og bíómiða í Kringlubíó frá Sambíóunum.

Alls söfnuðust 525 þúsund krónur. Þau fyrirtæki sem lögðu söfnuninni lið með peningagjöfum voru Hagkaup, Kringlan, Ljómi, Vero Moda, Englabörn, Arion Banki og Sony Center.