„Það er bara ótrúlega skemmtilegt að eiga afmæli á aðfangadag. Þannig vill til að ég á bróður sem á afmæli 20.

„Það er bara ótrúlega skemmtilegt að eiga afmæli á aðfangadag. Þannig vill til að ég á bróður sem á afmæli 20. desember og því var alltaf haldið upp á afmælin okkar saman á þeim degi,“ segir Þórdís Birna Eyjólfsdóttir leikskólakennari, aðspurð hvernig það hafi verið í gegnum tíðina að eiga afmæli á aðfangadag, en hún fagnar 55 ára afmæli sínu í dag. Þá hafi móðir hennar átt afmæli 29. desember. „Við vorum fimm manna fjölskylda, tveir áttu afmæli í nóvember og þrír í desember,“ segir Þórdís. Þessu til viðbótar hafi elsti sonur hennar og tengdadóttir gefið henni bestu afmælisgjöf sem hún hafi fengið á ævinni þegar þau hafieignast barn á aðfangadag fyrir níu árum. Desember hafi þannig alltaf verið sérstaklega mikill hátíðamánuður í hennar fjölskyldu og sé enn.

„Seinni árin eftir að ég varð fullorðin hef ég alltaf haldið upp á afmælið mitt klukkan eitt á aðfangadag. Það er bara fastur liður hjá vinum mínum að koma við þegar þeir keyra út jólapakka,“ segir Þórdís. Þannig komi alltaf um 30 manns í heimsókn á aðfangadag. „Mér finnst aðalatriðið að njóta þess að vera til og vera ánægð með fjölskylduna mína,“ segir Þórdís að lokum.