Coverdale (þriðji frá vinstri) ásamt félögum.
Coverdale (þriðji frá vinstri) ásamt félögum.
Gömlu hundarnir í Whitesnake ætla þá að snara út nýrri plötu einni, en sveitin er dregin áfram af David gamla Coverdale. Ekki er ýkja langt frá síðasta verki, en Good To be Bad kom út árið 2008.

Gömlu hundarnir í Whitesnake ætla þá að snara út nýrri plötu einni, en sveitin er dregin áfram af David gamla Coverdale. Ekki er ýkja langt frá síðasta verki, en Good To be Bad kom út árið 2008. Nýja platan, Forevermore, kemur út í mars á næsta ári og verður ellefta plata sveitarinnar.

Segir Coverdale að platan verði í gömlum og góðum Whitesnake-gír og aðdáendur þurfi því ekki að óttast neitt.

„Þetta er blúsað og melódískt orkurokk en svo eru þarna líka tvær ballöður. Þetta er nú varla Whitesnake-plata ef það eru ekki ballöður líka!“